Fréttablaðið, 25. maí. 2011
fgg
Konzert, Reykjavik, "Harpa" Concert Hall, 21. Mai 2011
Tenórinn í Hörpu með grúppíuhóp
 
Hátt í fjögur hundruð erlendir aðdáendur þýska tenórsins Jonasar Kaufmann voru í Eldborgarsal Hörpunnar þegar hann þandi raddböndin með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð Reykjavíkur. Margra mánaða og jafnvel ára bið er eftir miðum á tónleika Kaufmanns í Evrópu.

Fjöldi erlendra blaðamanna var jafnframt á landinu til að vera viðstaddir opnun Listahátíðar Reykjavíkur og að sjálfsögðu voru þeir á tónleikum Kaufmanns. Paul Gent hjá The Daily Telegraph gaf Kaufmann og Sinfóníuhljómsveitinni fimm stjörnur í grein sem birtist í gær en það voru kannski ekki allir erlendu blaðamennirnir sem komu stjórnendum listahátíðarinnar á óvart, heldur þeir fjölmörgu erlendu aðdáendur sem lögðu leið sína alla leið til Íslands til að hlusta á þýska tenórinn.

„Þetta voru í kringum fjögur hundruð manns, sumir komu í hópum og aðrir voru bara á eigin vegum. Flest af þessu fólki slapp hins vegar við eldgosið, það átti pantað flug heim á sunnudeginum," segir Steinunn Þórhallsdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Listahátíðarinnar. Kaufmann sjálfur slapp líka rétt fyrir horn, hann flaug af landi brott á sunnudeginum, áður en flugumferð var bönnuð.

Steinunn segir að þau hafi fundið strax fyrir miklum áhuga á tónleikunum þegar tilkynnt var að Kaufmann myndi koma fram á Listahátíð í Reykjavík. „Fyrirspurnir fóru strax að berast að utan og fólk var farið að bíða eftir því að miðasalan hæfist," segir Steinunn en Kaufmann brást ekki sínu fólki frekar en fyrri daginn og töfraði fram mörg ógleymanleg augnablik sem hreyfðu við konum jafnt og körlum. -fgg



 






 
 
  www.jkaufmann.info back top