Fréttablađiđ, 24. mai. 2011
Jónas Sen
Konzert, Reykjavik, "Harpa" Concert Hall, 21. Mai 2011
Brjálađir tónleikagestir *****
Jonas Kaufmann međ Sinfóníuhljómsveit Íslands. Listahátíđ í Reykjavík. Flutt í Hörpu.
 
Ţađ er ekki nóg ađ hafa flotta rödd og geta sungiđ sterkt. Menn verđa líka ađ vera músíkalskir. Hafa nćma tilfinningu fyrir skáldskapnum og öllum blćbrigđum hans. Og kunna ađ miđla honum til áheyrenda.

Ţriđju tónleikarnir sem ég fór á í Hörpu voru haldnir á laugardaginn, á Listahátíđ í Reykjavík. Sinfónían spilađi ţar viđ söng ţýska tenórsins Jonas Kaufmann, sem er einhver sá magnađasti um ţessar mundir.

Hvađ er svona magnađ viđ hann? Jú, strax á fyrstu tónum aríu úr Toscu eftir Puccini var ljóst ađ Kaufmann er međ einstaklega fallega rödd. Hún var hlý og breiđ, tćr og sterk; ţađ var einhver fylling í tóninum sem unađslegt var ađ upplifa. Og tilfinningin í túlkuninni var ekta, rómantíkin alger, full af ástríđum. Blćbrigđin í söngnum voru fallega mótuđ, veikir tónar ţéttir og nákvćmir, sterkir tónar óheftir og glćsilegir.

Valdiđ yfir styrkleikabrigđum var algert. Kaufmann lét tónana, ţegar viđ átti, deyja út í lok hendinga, sem er vandasamt. Ţađ var frábćrlega vel gert, raunar alveg fullkomiđ.

Sinfónían var líka flott. Hún hljómađi fallega á hinum tónleikunum sem ég hef fariđ á í Hörpu, en ekki eins og nú. Fiđlurnar voru unađslega munúđarfullar, ef hćgt er ađ nota ţađ orđ. Og slagverkiđ var öflugt og ómandi, en ekki um of. Sellóin voru skemmtilega safarík og blásararnir voru hreinir og í hćfilegu jafnvćgi viđ allt annađ. Heildarhljómurinn var í senn tćr, en líka voldugur.

Stjórnandi ađ ţessu sinni var Peter Schrottner. Hann hefur mikla reynslu úr óperuheiminum, hefur m.a. stjórnađ á Wagner-hátíđinni í Bayreuth. Ţađ var auđheyrt á tónleikunum. Nokkrir óperuforleikir voru á dagskránni, fyrst úr óperunni I vespri siciliani eftir Verdi. Forleikurinn var óvanalega flott byggđur upp. Stígandin var markviss og spennuţrungin, og hápunktarnir svo yfirgengilegir ađ mann langađi til ađ standa upp og ćpa. Sömu sögu er ađ segja um hina forleikina, sem spönnuđu vítt sviđ, allt frá djúpum, en háleitum Wagner yfir í léttmeti eftir Zandonai og Ponchielli.

Ađ standa upp og ćpa, já. Ţađ var einmitt ţađ sem flestir áheyrendur gerđu í lok tónleikanna. Satt best ađ segja man ég ekki eftir annarri eins stemningu á klassískum tónleikum á Íslandi. Áheyrendur gengu gersamlega af göflunum! Kaufmann var klappađur upp hvađ eftir annađ, og söng hvorki meira né minna en fjögur aukalög. Ţetta voru ótrúlegir tónleikar.

Ljóst er ađ tónlistarlífiđ í Hörpu byrjar vel.

Niđurstađa: Algerlega frábćr skemmtun međ stórkostlegum listamanni. 


 
 
  www.jkaufmann.info back top